Lagnaþjónustan EHF var stofnuð í mars 1995 af Bjarna Kristinssyni og Grétari Halldórssyni pípulagningameisturum.
Í upphafi voru starfsmenn þrír. En í dag eru þeir um 30 talsins. Lagnaþjónustan sinnir öllum hefðbundum pípulögnum. Frá sverustu gerð af steinrörum í götuholræsum til hinna grennstu eirlagna. Einnig selur fyrirtækið mest allt efni til pípulagna svo sem hreinlætistæki, fittings, rör, skólprör o.sv.fr.
Fyrirtækið er staðsett að Gagnheiði 53 á Selfossi og þjónustusvæðið er mest á Suðurlandi en einnig eru unnin verk í Reykjavík og alla leið austur á Austfirði.